Jólaleg skemmtiatriði

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir skemmtileg atriði sem Kraðak hefur upp á að bjóða fyrir jólin 2017. Endilega skoðið úrvalið og ekki hika við að hafa samband ef þið hafið einhverjar spurningar.

Jólasveinarnir

Við erum með vana og skemmtilega jólasveina sem henta við öll tækifæri. Þeir kunna jólalögin, hreyfingarnar og segja sögur af ferðum sínum. Nokkrir þeirra kunna líka á hljóðfæri og geta tekið þau með sé þess óskað.

Ef þið hafið áhuga á því að fá sveinana oft í heimókn getum við sett saman tilboð fyrir ykkur samkvæmt því.

Við hjá Kraðaki vinnum í nánu stamstarfi við viðskiptavini okkar og reynum að framkvæma allar óskir þeirra eftir bestu getu. Ef þið hafið eitthvað sérstakt í huga endilega hafið samband og vinnum hugmyndirnar saman.

Langleggur og Skjóða

Langleggur og Skjóða hafa slegið gjörsamlega í gegn síðustu fjögur ár, hvort sem er á jólaböllum, jólatréshátíðum eða örðum jólalegum skemmtunum. Þau eru systkini jólasveinanna og þekkja þá vel. Skjóða segir börnunum nýja jólasögu á hverju ári sem er í raun lítill jólaleikþáttur sem krakkarnir fá að taka þátt í. Eftir leikþáttinn leiðir Skjóða söng og dans við skemmtilegustu jólalögin og Langleggur spilar undir á hljómborð. Mörg börn þekkja Skjóðu úr jóladagatali Hurðaskellis og Skjóðu sem jolasveinar.is eru með á youtube.com

Leikhópurinn Lotta

Leikhópurinn Lotta er landsmönnum vel kunnur fyrir útileiksýningar sínar á sumrin. Persónurnar úr Ævintýraskóginum elska jólin og gaf Lotta út stórskemmtilega jólaplötu fyrir jólin 2013. Það er því tilvalið að fá nokkrar persónur úr Ævintýraskóginum í heimsókn til að stjórna ballinu, skemmta á hátíðinni eða kokma í hverskyns jólaheimsókn sem er.

 

Við erum einnig með fjölda annarra listamanna, leikrit, tónlist, grín og glens fyrir allar tegundir jólaskemmtana. Ekki hika við að hafa samband við okkur á jolasveinar@jolasveinar.is til að fá frekari upplýsingar.

Hlökkum til að heyra í ykkur!

Gleðileg jól!