Umsagnir

Kveðjur til jólasveinanna

20. desember 2015

Takk svo innilega fyrir frábæra stund með jólasveininum í dag. Æðislegasti jólasveinninn og þið eruð að standa ykkur aldeilis hreint frábærlega

**********

18. desember 2015

Við erum ofboðslega ánægð með frábæra þjónustu hjá ykkur.

Sólveig Stefánsdóttir – Leikskólinn Aðalþing.

**********

18. desember 2015

Takk æðislega fyrir viðskiptin, þeir slógu rækilega í gegn þessir sveinar og ég mun hiklaust mæla með þjónustu ykkar við aðra 🙂
Aðalbjörg Jóhanna Bárudóttir – Velferðarsvið Reykjavíkurborgar

**********

17. desember 2015

Við þökkum kærlega fyrri frábæra þjónustu.
Þú skilar jólaknúsi á þá bræður frá okkur .

Guðbjörg Halldórsdóttir – DK hugbúnaður.

**********

17. desember 2015

Jólasveinarnir voru æði!

Díana Rós – Starfsmannafélag Alþingis

**********

17. desember 2015

Þið voruð frábær á jólaballinu.

Sigríður Garðarsdóttir  – Orkuveitan

**********

17. desember 2015

Takk fyrir þetta, frábær jólasveinn sem við fengum.

Sigrún Buithy Jónsdóttir – Jónsson&Lemacks

**********

15. desember 2015

Börnin voru alsæl með jólasveininn sem heimsókti okkur á sunnudaginn. Börn sem eru hrædd við jólasveina þorðu að setjast í fangið á jólasveininum til að fá mynd af sér með honum. Það er varla hægt að fá meira hrós frá börnum. Jólasveininn kunni öll lögin og vakti kátínu meðal barna.

Skilaðu kveðju og þökkum til jólasveinsins sem kom til okkar á sunnudaginn. Börnunum fannst hann mjög skemmtilegur og góður jólasveinn.

Hulda Guðmunda – Gufunesbær

**********

14. desember

Okkur hjá Öskju langar að þakka kærlega fyrir okkur, virkilega flottir og fagmannlegir strákar sem komu og unnu sína vinnu 100 % allir hér mjög sáttir við jólasveinana.

Kári Þráinsson – Bílaumboðið Askja

**********

14. desember 2015

Mjög skemmtileg heimsókn og takk fyrir hann Kertasníkir.

Guðni – heimsókn í heimahús

**********

14. desember 2015

Takk fyrir, þetta voru mjög flottir og hressir jólasveinar 🙂

Erla Scheving  – ÍSÍ

**********

14. desember 2015

Takk fyrir góðan þjónustu 🙂

Heiðdís – heimsókn í heimahús

**********

14. desember 2015

Kjetkrókur mætti og gerði stormandi lukku! Takk fyrir það.

Þórdís – heimsókn í heimahús.

**********

14. desember 2015

Langaði bara að þakka fyrir frábæra heimsókn frá ykkur á laugardaginn, við vörum öll sammála um að þetta væri skemmtilegasta heimsókn frá jólasveini sem við höfum fengið.

Tókst frábærlega, skemmtilegur sveinn í fallegu veðri í “ævintýraskóginum” okkar.

Auður – Fjölskyldu heimsókn

**********

13. desember 2015

Ég vildi bara þakka ykkur aftur fyrir frábæra frammistöðu hjá okkur í Húsi atvinnulífsins í dag. Þetta vakti mikla lukku enda dagskráin og framkoma ykkar fagmannleg og vönduð í alla staði. Takk takk.

Karen – Hús atvinnulífsins

**********

11. desember

Kærar þakkir fyrir þjónustuna, ótrúlega vel heppnað að öllu leiti og mun ég klárlega mæla með ykkur í svona skemmtanir !

Sigrún Inga Ævarsdóttir – Isavia, Keflavíkurflugvöllur.

**********

11. desember 2015

Ég vil þakka fyrir einstaklega góða þjónustu, Kertasnýkir mætti til okkar og var alveg frábær, börnin töluðu um hann heima hjá sér eftir ballið og voru allir foreldrar mjög ánægðir með hann. Hann á skilið einstakt hrós fyrri frábæra vinnu í gær 🙂

Inga Lára Helgadóttir – Þjónustumiðstöð Breiðholts

**********

10. desember 2015

Bestu þakkir fyrir liðlegheitin! Mikil ósköp sem þaetta léttir mér lífið að geta unnið með fólki sem veit nákvæmlega hvað það er að gera 😉

Hildur Kristinsdóttir  – Atlantic

 

**********

10. desember 2015

Takk fyrir frábæra þjónustu, fólk er að tala um að þetta hafi verið eitt besta jólaball sem Sjóvá hefur haldið.

Elfa Björk Erlingsdóttir – Sjóva

**********

10. desember 2015

Sveinki var frábær, risa hrós á hann! 🙂

Bryndís Kolbrún – Heimsókn í heimahús

**********

9. desember 2015

Þetta er algjörlega framúrskarandi þjónusta 😉

Hildur Sif Arnardóttir – Nýsköpunarmiðstöð Íslands

**********

9. desember 2015

Takk fyrir frábæra sveina 🙂

Bjarki Gunnarsson – Nói Síríus

**********

7. desember 2015

Takk innilega fyrir góða sýningu.

Tinna Gunnarsdóttir – Deloitte

**********

7. desember 2015

Frétti að sveinkarnir hefðu farið á kostum 🙂 Takk fyrir okkur

Íris Eva Guðmundsdóttir – Opin Kerfi

**********

7. desember 2015

Ég vil þakka fyrir frábæran jólasvein sem þið senduð okkur í Hreint ehf. s.l. laugardag.
Hann var mjög skemmtilegur og gerði mikla lukku hjá ungum sem þeim sem eldri voru.
Gaman þegar einhverjum tekst að toppa væntingar og það á svo sannarlega við í þessu tilfelli.

Erla Hallbjörnsdóttir – Hreint ehf

**********

6. desember 2015

Heil og sæl! Vildi bara hrósa sérstaklega þessum sveinum…framúrskarandi skemmtilegir og slógu alveg í gegn!

Brynhildur S. Björnsdóttir – GG verk

**********

6. desember 2015

Við skemmtum okkur alveg frábærlega.

Margrét Eyrún Birgisdóttir – Íslandspóstur

**********

6. desember 2015

Þetta var frábært, takk fyrir skemmtunina. Það skemmtu sér allir frábærlega.

Jón Ísak Jóhannesson – IKEA

**********

5. desember 2015

Takk kærlega fyrir þennan frábæra jólasvein. Langbesti sem við höfum fengið og foreldrarnir höfðu mjög gaman af honum, hlógu mikið 🙂

Eva Þórunn Vignisdóttir – Íþróttaskóli FH

**********

5. desember 2015

Þetta var frábært, jólasveinninn sló alveg í gegn! 🙂

Sandra Hauksdóttir – Landsbankinn

**********

17. desember 2014

Takk fyrir, góða skemmtun þeir stóðu sig alveg prýðilega.

Hilmar Kristjánsson – Nordic Visitor

**********

17. desember 2014

Og mikið ofsalega var þetta skemmtilegur jólasveinn sem heimsótti okkur, hann sló aldeilis í gegn bæði hjá börnum og foreldrum.

Guðrún Bára

**********

17. desember 2014

Takk fyrir frábæra skemmtun hjá ykkur 🙂

Harpa Karlsdóttir – Landhelgisgæslan

**********

17. desember 2014

Jólasveinninn var frábær, takk fyrir okkur!

Kristín Gunnarsdóttir – Björtuhlíð

**********

17. desember 2014

Mig langaði bara fyrir hönd starfsmannafélagsins lýsa yfir ánægju með jólasveinana sem komu til okkar á sunnudaginn. Fólk hafði orð á því hversu skemmtilegir þeir voru. Einnig var gaman að þeir gáfu sér tíma til að spjalla aðeins við hvern og einn þegar þeir afhentu nammipokana.

Bestu kveðjur og takk fyrir okkur 🙂

Erna Guðmundsdóttir – Starfsmannafélag LSR

**********

16. desember 2014

Takk kærlega fyrir okkur – glæsileg, vönduð og skemmtileg dagskrá.

Hafdís Þórðardóttir – Frístundamiðstöðin Gufunesbæ

**********

12. desember 2014

Mig langaði að þakka fyrir jólasveina heimsóknina. Við erum svo hrikalega ánægð og vá hvað jólasveinninn var frábær. Mun hiklaust mæla með ykkur.

Kolla

**********

9. desember 2014

Kærar þakkir – jólasveinninn var frábær … meiriháttar skemmtun og börnin alsæl 🙂

Gróa Ásgeirsdóttir – Flugfélag Íslands

**********

23. desember 2013

Jólasveinninn vakti mikla lukku og tókst víst að halda góðum dampi allan tímann. Kærar þakkir. Mjög ánægður með ykkur.

Sigurður R. Arnalds – Fulltingi

**********

12. desember 2013

Langaði að þakka fyrir heimsókn jólasveinanna í gær, þeir voru hreint út sagt framúrskarandi!
Get með ánægju mælt með þeim 🙂

Anna Fríða – Sjóvá

**********

9. desember 2013

Langaði bara til að þakka fyrir góða þjónustu og bráðskemmtilega jólasveina í Garðheimum í gær.

Vonast til að geta leitað til ykkar aftur.

Jónína S. Lárusdóttir – Garðheimum

**********

6. desember 2013

Takk kærlega fyrir okkur, þessir pilltar sem þú sendir okkur voru frábærir 🙂

Bjarki Gunnarsson – Nói Síríus

**********

25. nóvember 2013

Takk kærlega fyrir okkur, sveinarnir stóðu sig afskaplega vel og vöktu mikla lukku.

Guðný Kristjánsdóttir – Landsbankinn

**********

21. nóvember 2013

Takk kærlega, hann var alveg sérstaklega skemmtilegur.  Læddist inn og vakti börnin.

Þórdís

**********

4. desember 2012

Ljósin voru tendruð á Oslóartrénu við hátíðlega athöfn síðastliðinn sunnudag. Starfsfólk Höfuðborgarstofu þakkar ykkur hjartanlega fyrir framlag ykkar í dagskránni [þrír jólasveinar og hljómborðsleikari]. Óhætt er að fullyrða að hún hafi verið glæsileg og fyllt ung og eldri hjörtu reykjavíkurbúa sönnum jólaanda.

Karen María Jónsdóttir – Viðburðastjóri á Höfuðborgarstofu

**********

4. desember 2012

Ég þakka frábæra skemmtun af jólasveinum á laugardaginn. Allir voru mjög glaðir með heimsóknina og vona ég að þeir hafi líka skemmt sér vel.

Frábær og góð þjónusta og jólasveinarnir alveg lausir við hrekki 🙂 Við munum örugglega verða í sambandi á nýju ári.

Jólaball Suzukitónlistarskólans – Anna Sigríður

**********

4. desember 2012

Takk fyrir þetta.  Hann [jólasveinninn] sló í gegn 🙂
Kveðja,
Kristrún hjá Dressmann

**********

29. nóvember 2011

Hurðaskellir var alveg frábær og allir mjög ánægðir 🙂

Kv. Brynja Hlín – Össur hf.

**********

2. janúar 2012

Kærar þakkir fyrir frábæra heimsókn frá jólasveininum. Jafnt börn sem fullorðnir skemmtu sér konunglega með miklum hlátrasköllum og gleði. Jólasveinninn stóð sig eins og hetja.

Takk fyrir að gera daginn eftirminnanlegan.

Kveðja Guðrún Sólveig

**********

29. desember 2011

Sæl/L Ég vildi láta ykkur vita að við vorum alsæl með sveinka, skemmtilegur og fyndinn. Allir í skýjunum yfir honum Takk kærlega fyrir

kv.Laufey, Fjóluvellir 14

**********

29. desember 2011

Hallo sveinki Langaði bara að þakka kærlega fyrir frábæran jólasvein ! ! Þetta var fagmannlegt og fullkomið . . panta strax aftur fyrir næsta ár.

Kær kveðja Ingibjörg

**********

28. desember 2011

Ég fékk lánaðan hjá ykkur alveg frábæran svein á aðfangadag, takk fyrir það 🙂

Tinna Brynjólfsdóttir

**********

27. desember 2011

Takk kærlega fyrir okkur! Jólasveinninn var frábær og mjög fyndinn og skemmtilegur. Einn sá besti!
Bestu kveðjur og hlakka til að ári.
Kv. Helga Kristín

**********

27. desember 2011

Við vorum mjög ánægð með jólasveininn. Hann kom á réttum tíma og var hvorki of lengi né of stutt. Auk þess vakti hann mikla lukku með athöfnum sínum.

Takk fyrir okkur.

Bestu kveðjur

Guðrún F. Heiðarsdóttir – Fjármálastjóri

Menn og mýs ehf.

**********

21. desember 2011

Við vorum ótrúlega ánægð með jólasveininn, hann var nefnilega ekki of ýktur en samt öruggur og kom inn með krafti! Mjög vel staðið að þessu!

Skilum kærar þakkir til hans.

bestu kveðjur,

Kerstin í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum

**********

14. desember 2011

Takk fyrir okkur, Jólasveinarnir voru alveg eins og við viljum hafa þá. Gleðileg jól

Kveðja Oddfríður, Leikskólinn Hlíðarendi

**********

13. desember 2011

Jólasveinarnir voru frábærir og ég held að krakkarnir hafi allir skemmt sér konunglega.

Kristín Ösp – Samskip

**********

13. desember 2011

Hurðarskellir stóð sig mjög vel, bæði börn og foreldrar ánægð með kauða 🙂

kveðja, Svanhildur Rósa

**********

13. janúar 2011

Þakka kærlega fyrir viðskiptin, Sveinkinn á sunnudaginn var alveg frábær, sló í gegn hjá börnum sem og foreldrum.

kveðja

Rannveig

**********

29. desember 2010

Ætla að þakka ykkur fyrir frábæran aðfangadag. Jólasveinninn var æðislega skemmtilegur. Mjög vel gert. Hún Linda okkar var mjög ánægð og talar oft um hann ;o)

Takk kærlega

Bestu kveðjur

Ramona

**********

29. desember 2010

Jólasveininn stóð sig vel í gær og börnin voru alsæl, þúsund þakkir fyrir góða þjónustu sem stóðst alveg 110% undir væntingum okkar (fullorðna fólkið skemmti sér ekkert síður hehe).

Kveðja.

Gíslína

**********

21. desember 2010

Jólasveinninn stóð sig vel.

Kveðja,

Ragnheiður

**********

21. desember 2010

Laugardagsjólasveininn sem var hjá fjölskyldunni minni hann var algjörlega frábær!!

Bestu kveðjur

Sigfús

**********

19. desember

Ég vil bara þakka fyrir heimsóknina frá Hurðaskelli – hann var alveg frábær!

Bestu kveðjur, Jóna Ann

**********

16. desember 2010

Takk fyrir dásamlega skemmtun Hurðaskellir. Krakkarnir voru mjög ánægðir með sveininn.

Kv. Lilja

Álfaberg leikskóli

**********

15. desember 2010

Ég vildi bara segja að jólasveinninn sem kom í Húsgagnahöllina stóð sig mjög vel samkv. viðskiptavinunum og starfsfólki.

Ég þakka kærlega fyrir og ég man eftir ykkur seinna.

Bestu kveðjur,

Ester.

**********

14. desember 2010

Mig langar að lýsa ánægju minni með þessa jólasveina sem þið senduð mér. Þeir voru ÓTRÚLEGIR í einu orði sagt. Vöktu mikla athygli og jákvætt umtal. Þeir voru vel yfir klukkutíma á svæðinu og gerðu allt vitlaust!

Ég mun falast eftir þjónustu ykkar að ári liðnu, á því er enginn vafi. :0)

Kveðja Róbert

**********

6. desember 2010

Takk kærlega fyrir okkur, Gluggagægjir vakti mikla kátínu á meðal barnanna 😉

Heyrumst að ári.

Mbk. Rannveig

**********

6. desember 2010

Takk kærlega, þetta lukkaðist frábærlega. Ég heyri í ykkur aftur að ári liðnu.

Bestu kveðjur,
Bjarki Gunnarsson
http://study.is

**********

Ég er búin að bóka hjá ykkur seinustu 3 eda 4 ár.. og hef verið mjög ánægð með þjónustuna ykkar.

Olga

**********

Við fengum sveinka í heimsókn í fyrra og var mikil gleði hjá barnabarni okkar, hann er enn að tala um það:)

Viðar og Rannveig

**********

Jæja núna er tíminn kominn aftur. Það var svo gaman í fyrra að við ætlum að panta jólasveinninn einu sinni enn, heim til okkar. Dóttir mín er búin að spyrja hvenær hann kemur aftur…

Ramona

**********

Takk fyrir skemmtilega heimsókn jólasveinsins í gær 🙂

Með kveðju,

Sigríður Hulda Jónsdóttir

**********

Okkur í Smárahvammi langar að biðja þig um að koma kveðju til jólasveinsins sem vitjaði okkar í gær. Hann stóð sig með mikilli prýði og voru allir, börn og kennarar, mjög ánægðir með heimsókn hans.

Með jólakveðju og þökkum, Maríanna

**********

Góðan dag

Við vorum með jólasveina frá ykkur í morgun og við vorum mjög ánægð með þá.

Kærar kveðjur til jólasveinanna og takk fyrir okkur.

Með jólakveðju fyrir hönd allra í leikskólanum Hlíðarenda

Oddfríður Steindórsdóttir

leikskólastjóri

**********

Vildi bara þakka kærlega fyrir að senda þennan frábæra Stekkjastaur til okkar síðasta föstudag, börnin voru allveg afskaplega glöð og ánægð með hann og einnig við starfsfólkið, bara enn og aftur takk fyrir okkur og um leið óska ég ykkur Gleðilegra jóla

kveðja Inga Birna, leikskólinn Hulduheimar.

**********

Jólasveinninn var flottur. Hífði alveg upp móralinn. Takk fyrir.

Kveðja,

Álfhildur Hallgrímsdóttir, forstöðumaður Félagsmiðstöðinni Hvassaleiti

**********